Snjór, snjór, snjór......

Erum hér í Madonna di Campiglio í góðu yfirlæti.  Þetta er fallegur bær hér uppi í fjöllunum, í um 1500 metra hæð og mikil kerfi af samtengdum skíðalyftum, sem tengja saman mörg svæði og þorp.

Snjór er nú meiri en elstu menn muna og hvergi sér á dökkan díl.  T.d. er svo mikill snjór á þökum húsa að menn eru hræddir um þök geti gefið sig.  Því er víða verið að ryðja snjó af þökunum og moksturtæki sjá um að fjarlægja snjóinn af götum og gangstéttum.

Það snjóaði aðeins í byrjun vikunnar en þó var alltaf hægt að skíða.  Og nú ef blíðuveður, sól og hæfilegur kuldi og skíðafærið eins og best getur verið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband