Skíðaparadís

Ég skíðaði með íslendingum í dag, hitt bæði hópa frá VITA Travel og Úrval Útsýn, sá fyrri undir öruggri stjórn Einars og Önnu en ÚÚ hópurinn í gæslu Arnar Kjærnested, samtals eru tæplega 100 manns þessa viku í Madonna, eitthvað minna en í „normal ári“.    Gott að það er enn fólk á Fróni sem setur skíðaferð í forgang. Það er gaman að spjalla við fólk sem maður hittir í lyftunum og ótrúlegar tilviljanir sem koma upp.  Í dag hitti ég Hollending sem er með flutningafyrirtæki í Rotterdam og þekktum við báðir fjöldan allan af sömu  einstaklingum í þeim bransa; heimurinn getur verið lítill.Ég er búinn að vera í miklu basli með skíðin mín, fór með þau í slípun og kantaskerpingu og fékk þau þannig til baka að engin leið var að skíða, ég var eins og algjör byrjandi og ótrúlegt hvenig hægt er að skemma skíðin ef þetta er ekki rétt gert.  Fór með þau aftur á sama stað en ekkert gekk og að lokum frétti ég af nýjum stað með fínar græjur hér niðri í dag; fór þangað í morgun og þeir gerðu kraftaverk þannig að skíðin eru jafnvel betri en ný og ég fullfær í þær svörtu aftur – svertingjarnir erum við kölluð sem höfum gaman af þessum bröttu!Meira seinna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband