Nautakjöt og tangó

cimg3070.jpg
Þá er komið að því að kveðja Argentínu eftir 10 dásamlega daga. Veðrið hefur verið frábært, vor eins og þau gerast best, hitinn þægilegur og sól upp á hvern dag, nema þennan eina dag upp við Iguazu.

Hvað dettur manni í hug þegar minnst er á Argentínu? Nautakjöt og tangó, held ég að flestir myndu svara. Og við höfum fengið okkar skammt af hvoru tveggja, nautakjöt sem bráðnar í munni og kostar sáralítið og tangóinn sem
hljómar hvar sem komið er, oft dapurlegur en jafnframt ástríðufullur og seiðandi og stundum ærslafenginn. Alltaf taktfastur og dansaður með miklum tilþrifum og þokka.

En Argentína er þó svo miklu meira en nautakjöt og tangó. Afar stórt og fjölbreytt land sem teygir sig frá hitabeltisskógum í norðri til skriðjökla Patagóníu í suðri, strendur Atlantshafsins í austri og snævikrýndur Andes fjallgarðurinn í vestri. Víðáttumiklar sléttur og vatnsmikil fljót og fjölbreytt mannlíf, að mestu afkomendur spánsku landnemanna og indíánanna sem hér voru fyrir. Mikil auðlegð og ömurleg fátækt og allt þar á milli. Buenos Aires er alþjóðleg stórborg með iðandi mannlíf, sem hefur verið mjög gaman að kynnast.
cimg3074.jpg
Og nú kveðjum við Argentínu og höldum á vit nýrra ævintýra upp á hásléttunni í Bolivíu og Perú. Meira við fyrsta tækifæri og bestu kveðjur til allra frá Jónínu og Braga, Sigfúsi og Steingerði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig langar að fara til Argentínu. Ég þrái það. Ég mun gera það.

Takk fyrir að blogga ferðina þína. 

Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 04:44

2 identicon

Kær kveðja til ykkar allra, vona að ferðin gangi sem allra best.

 Hvenær er áætlað að þið komið heim aftur. 

Kveðja Hermann Valsson

Hermann Valsson (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 23:15

3 Smámynd: Bragi Ragnarsson

Sæll Hermann,  takk fyrir kveðjuna.  Við erum nú í Lima og komum heim á föstudagsmorgun via NY.  Þá þarf að taka ákvörðun um Aconcagua - sú ferð er orðin ansi dýr!

Bragi Ragnarsson, 11.11.2008 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband