Perú - Titicaca

Fórum frá La Paz í morgun og ókum til Capacabana, sem er í Bólivíu, rétt áður en komið er til Perú.  Sigldum út til eyjarinnar Ila del Sol, sem er í Titicaca vatninu, og skoðuðum þar ævagamlar rústir frá tímum Incanna.

Tókum svo rútu til Punó í Perú, um 2 klst akstur meðfram ströndum Titicaca stöðuvatnsins, sem er eitt það stærsta í heimi og hæsta skipgenga vatn veraldar, í um 3.800 m hæð.  Við erum nú í lok regntímans og allt er mjög hrjóstrugt og þurrt, nánast ekkert grænt að sjá og lítið um trjágróður.  En þó er ýmslegt ræktað á þessum slóðum og menn í óða önn að plægja og undirbúa akrana áður en fer að rigna.  Mest er ræktað af kartöflum, quinoa (sem eru einkonar lítil grjón) og smágerðum mais. Húsdýr eru lamadýr, alpaca, kindur, svín og nautgripir.  Og svo stunda menn auðvitað fiskveiðar í vatninu, sem ku vera mjög gjöfult.  Og svo eru blessaðir túristarnir sem hressa aðeins upp á tilveruna og afkomuna.

En lífið er greinilega mjög erfitt hér, húsakynni hrörleg og allt mjög frumstætt. Margir bændur eru án rafmagns og vélknúin tæki afar sjaldséð.  Kuldinn hlýtur að vera mönnum mjög erfiður á þessum slóðum, hiti fer oft niðurfyrir frostmark að nóttu til og húshitun tíðkast ekki.

Strax eftir komuna til Puno fórum við í ferð út til Sillustani, þar sem eru afar áhugaverð grafhýsi frá því um 200 árum fyrir krist, byggð af indíánum, sem voru hér áður en Inkarnir komu.  Þetta eru mikil mannvirki byggð úr tilhöggnum steini og standa mörg upp enn. 

Erum svo hér á ágætu hóteli við vatnið og förum á morgun í siglungu út í sefeyjarnar og verður meira sagt frá því í næsta pistli.

La Paz 001

Læt fylgja hér með mynd sem ég tók í gær í La Paz og var í vandræðum með að koma inn í gær. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ, gaman að fylgjast með blogginu  Skemmtið ykkur vel!

Kveðjur úr rokinu og rigningunni!

Biddý (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 13:52

2 Smámynd: Fjóla Björnsdóttir

Sæl og blessuð öll sömul.

Takk fyrir hlý orð í minn garð.  Fylgist með áframhaldandi ævintýrum, gott að allt gengur vel.

Kær  Kveðja.

Fjóla Björnsdóttir, 4.11.2008 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband