Cuzco og Inkarnir

Byrja á að óska ykkur og heiminum öllum til hamingju með Obama.  Vonandi verður nú einhver breyting á í guðs útvalda ríki.

Komum hingað snemma í morgun með flugi frá Puno.  Á þessum slóðum kemur sólin upp kl. 5 og sest um kl. 17:30 og við höfum lagað okkur að siðum innfæddra og vöknum við sólaruppkomu og sofnum fyrir kl. 22.

Höfum skoðað borgina og nágrenni í dag og er hún mjög merkileg, enda gamla höfuðborg Inkanna, hér í 3.400 metra hæð.  Hér sér maður vel hvað Spánverjarnir hafa unnið ótrúleg skemmdarverk þegar þeir rændu hér og rupluðu, um og uppúr 1530.   En margt er þó eftir sem þeir náðu ekki að skemma og er stórkostlegt að sjá hvað verkkunnátta þeir hefur verið á háu stigi, sérstaklega í að byggja úr tilhöggnum steinblokkum, sem vega uppí á annað hundrað tonn og falla svo vel saman að ekki kemst flís á milli.

En Cuzo í dag er líka mjög áhugaverð borg með mörg hundruð ára gömlum byggingum og þröngum strætum, þar sem allt er í fullkomnu samræmi og ekki eyðilagt með áli og gleri.  Íbúafjöldi er um 400.000 og allt lítur mun betur út hér en í því hrjóstuga landslagi þar sem við höfum verið undanfarna daga.  Mjög fallegar byggingar, kirkjur og stór torg, grænir garðar og tré, aðallega ecalyptus.  Og fólkið virðist hafa það mun skár hérna, þó auðvitað sé mikil fátækt.

Og nú erum við að setja okkur í gírinn fyrir Inkastíginn, en gangan hefst í fyrramálið.  Laptoppinn verður í geymslu hér í Cuzco á meðan svo það mun ekki heyrast í okkur aftur fyrr en eftir helginu.

Þökkum vel fyrir allar kveðjurnar sem við höfum fengið á blogginu og biðjum fyrir bestu kveðjur heim.

 Ég er að skrifa þetta á hlaupum, hótel lobbíum og þannig svo þið fáið því miður engar myndir með núna.  Við höldum bara myndakvöld þegar heim er komið!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi ykkur vel á Inka trailinu og bið að heilsa Cuzco :)

Arna Kristín (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband