Ljósmengun

earthlights02_dmsp_big  Myndin er frá NASA og sýnir jörðina okkar að næturlagi.

 

Núna, þegar byrjað er að setja upp jólaljósin, finnst mér rétt að benda á það sem kallað hefur verið ljósmengun (e. light pollution), en með því er átt við þau áhrif sem mikil og óhófleg lýsing hefur á umhverfið.  Þessi mengun veldur því að stjörnuhimininn virkar mjög daufur, ljós frá tungli sést varla og mjög erfitt verður að sjá fyrirbæri eins og norðurljósin.

 

Ég hef verið að fara með útlendinga í s.k. norðurljósaferðir, en þá verður að fara á svæði þar sem ekki er ljósmengun, auk þess sem að sjálfsögðu þarf að sjást til himins.  Þetta eru yfirleitt mjög skemmtilegar ferðir, jafnvel þó ekki sjáist mikið til norðurljósa, því fyrir flesta er það merkileg og óvenjuleg reynsla að horfa upp í stjörnubjart himinhvolfið, án truflunar frá ljósadýrð borgarinnar.  Reyndar er það svo að ljósmengun er mjög víða, t.d. frá þorpum og gróðurhúsahverfum og ekki auðvelt að finna svæði í nágrenni borgarinnar þar sem hennar gætir ekki.

 

Alþjjóðleg Samtök hafa verið stofnuð, sem berjast á móti ljósmengun, The International Dark Sky Asscociation (www.darksky.org) og er fróðlegt að kynna sér þeirra sjónarmið og ýmislegt sem hægt er að gera til að draga úr ljósmengun.  T. d. er orðið algengt að útilýsing sé með þeim hætti að ljós lýsa beint upp í loftið, sem veldur óþarfa ljósmengun, auk þess að vera sóun á orku.

 

Jólaljósin eru allra góðra gjalda verð, lýsa upp skammdegið og geta degið úr svartsýni og vetrarkvíða, sem ekki veitir af á þessum síðustu og verstu tímum.  En höfum í huga að hóf er best í þeim efnum og sóun og orkubruðl er ekki til bóta.  Að ekki sé talað um þá dýrð sem við okkur blasir á heiðskýrum vetrarhimni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega sammála þessum orðum.

Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband