24.3.2009 | 10:17
Hvað er menning?
Það hefur vafist fyrir mörgum að skilja þetta ágæta en margræða orð. Ein besta skilgreining sem ég hef séð er í bók Gylfa Gröndal um Stein Steinarr en þar segir hann frá því er Steinn heyrði fyrst þetta orð: Ég hafði ekki heyrt það áður og vissi ekki hvað það þýddi, og sá engin önnur úrræði en að spyrja fóstru mína, sem allan vanda gat leyst. Gamla konan hugsaði sig um litla stund en mælti svo: Það er rímorð. Það er rímorð drengur minn, sem þeir nota fyrir sunnan til þess að ríma á móti þrenningunni. Þrenning, menning og þar hefur þú það.
Orðabók menningarsjóðs gefur m.a. þessar merkingar: 1) Þroski mannlegra eiginleika mannsins, þjálfun mannsins, þjálfun hugans, verkleg kunnátta, andlegt líf, sameiginlegur arfur (venjulega skapaður af mörgum kynslóðum) 2) Rótgróinn háttur, siður; einnig um líkamsmennt 3) Manndómur
Orðið siðmenning merkir: Margvísleg siðfágun; það sem einkennir þróað þjóðfélag gagnvart frumstæðari þjóðfélögum; sérstakt skeið í þróunarsögu mannskyns sem hefst með aukinni verkkunnáttu og verkaskiptingu, borgarmyndun, leturgerð o.s.frv.
Enska orðið culture þýðir m.a. 1) Menning, þjóðmenning 2) Hámenning, sú menning sem felst í vísindum og listum 3) Andlegir og verklegir hættir þjóðar eða þjóðarbrots 4) Ræktun hugar og handa, fágun, siðfágun, menntun.
En civilization samsvarar okkar siðmenntun þó vissulega skarist notkun þessara orða iðulega og merking þeirra ekki alltaf skýr.
Algengt er að ekki sé gerður munur á orðunum menning og listir. Vissulega er merkingin skyld og listir hluti af menningu hverrar þjóðar. Í orðabókinni er list skilgeint sem: Sú íþrótt að búa til e-ð fagurt eða eftirtektarvert: tónlist, málaralist, fagrar listir, bókmenntir og aðrar listir; listaverk
Ætla að ljúka þessari hugvekju með því að nefna þá undarlegu þversögn sem oft sést: Bókenntir og listir. Hljómar eins og Síld og fiskur. Ætti auðvitað að vera: Bókmenntir og aðrar listir.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2009 | 09:54
Jarðfræði
Ég er á stórfróðlegu námskeiði á vegum Endurmenntunar H.Í. um eldfjöll og ýmislegt þeim skylt, sem Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor, sér um.
Það er alveg bráðnauðsynlegt að bregða sér á svona námskeið öðru hverju vegna þess að þekking manna og skilningur á því sem er að eiga sér stað undir yfirborði jarðar eykst með hverju ári og það sem maður lærði fyrir nokkrum árum gæti verið úrelt í dag.
Í síðasta tíma fletti Páll ofan af nokkrum algengum rangfærslum sem leiðsögumenn hafa, yfirleitt í góðri trú, frætt gesti sína um. Þetta m.a.:
Þegar staðið er á barmi Almannagjár, er staðið á Ameríku flekanum og horft yfir til Evrasíuflekans, hinum megin sigdalsins. Þetta er ekki rétt, flekinn austan Þingvalla er lítll local fleki, gjarnan nefndum Hreppaflekinn. Jaðar Evrasíuflekans er austan Heklu, á svæði Veiðivatna. Þetta vita flestir leiðsögumenn núna en hafa yfirleitt ekki mikinn áhuga á að leiðrétta, vegna þess að það er flott að hafa aðal flekaskilin á Þingvöllum og útbreiddur misskilningur.
Ísland hefur byggst upp á flekaskilunum vegna þess að þar er mikil eldvirkni og mikið magn gosefna sem berst upp á yfirborðið. En það er ekki aðalskýringin, heldur sú að undir Íslandi er svokallaður heitur reitur, eða möttulstrókur, einn sá kröftugasti og virkasti í heimi, og vegna hans hefur Ísland og landgrunn þess byggst upp.
Ísland hefur risið úr sæ og hefur hlaðist upp á Reykjaneshryggnum, á mótum flekaskilanna. Þetta er ekki rétt, Ísland hefur alltaf verið ofansjávar og vegna þunga landsins sígur það stöðugt en byggist upp ofan frá, vegna eldvirkninnar.
Kannski lærum við meira í kvöld, í síðasta tímanum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2009 | 16:26
Aukin umferð að degi til?
Ég hef verið að velta fyrir mér hvaða ástæða geti verið fyrir þessu. Er þetta fólkið sem er atvinnulaust? Eða er gamla fólkið meira á ferðinni en áður? Eða unga fólkið sem er enn í skóla og ekki komið út á vinnumarkaðinn eða fær enga vinnu? Og ég tek eftir því að umferðin er ekki bundin við helstu umferðargötur, það er eins og það sé endalaus bílaumferð í íbúðarhverfunum, eitthvað sem ekki bar mikið á hér áður fyrr þegar allir voru í vinnu eða skóla.
Eru fleiri sem hafa tekið eftir þessu? Ætli það séu til einhverjar mælingar eða athuganir sem sýna þetta? Og hvaða skýring getur verið á þessu, ef rétt reynist?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2009 | 17:15
Yfirlýsing um helgan stein
Nú eru þau tímamót í mínu lífi að ég er að verða löglegt gamalmenni og ætti samkvæmt því að setjast í helgan stein. Ég var ekki alveg klár á hvað þessi helgi steinn er, hélt helst að þarna væri verið að vísa í legstein og fannst ekki tímabært að pæla í þannig steinum. Þess vegna fletti ég upp í Íslenskri Orðabók og fann þar þessa skýringu á "setjast í helgan stein" 1) gerast einsetumaður 2) hætta veraldarvafstri (t.d. vegna aldurs).
Ég hef því ákveðið að þrátt fyrir allt ætla ég ekki setjast í helgan stein við þessi tímamót. Til þess eru eftirtaldar ástæður:
1. Ég hef enga löngun til að gerast einsetumaður enda mjög lukkulegur í hjónabandinu
2. Ég get ekki hugsað mér að hætta veraldarvafstri enda er það bæði skemmtilegt og nauðsynlegt
3. Ég hef ekki hugmynd um hvar ég finn helgan stein og veit þar að auki ekki hvernig vistin yrði í þannig steini
Ég ætla því að halda mínu striki enn um sinn, þrátt fyrir að aldurinn færist yfir mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
20.2.2009 | 21:06
Alparnir engu líkir.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.2.2009 | 22:12
Skíðaparadís
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2009 | 18:08
Harður vetur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2009 | 17:12
Snjór, snjór, snjór......
Erum hér í Madonna di Campiglio í góðu yfirlæti. Þetta er fallegur bær hér uppi í fjöllunum, í um 1500 metra hæð og mikil kerfi af samtengdum skíðalyftum, sem tengja saman mörg svæði og þorp.
Snjór er nú meiri en elstu menn muna og hvergi sér á dökkan díl. T.d. er svo mikill snjór á þökum húsa að menn eru hræddir um þök geti gefið sig. Því er víða verið að ryðja snjó af þökunum og moksturtæki sjá um að fjarlægja snjóinn af götum og gangstéttum.
Það snjóaði aðeins í byrjun vikunnar en þó var alltaf hægt að skíða. Og nú ef blíðuveður, sól og hæfilegur kuldi og skíðafærið eins og best getur verið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2009 | 17:05
Skíðaferð og gjaldþrot
Rétt að taka fram i byrjun að þessi tvö atriði í fyrirsögninni eru alveg aðskilin efni
Ég hef verið latur að blogga undanfarið, enda ekki mikið að gerast hjá mér. Og það væri að bera í bakkafullan lækinn að tjá sig um ástandið í þjóðfélaginu að ekki sé talað um sandkassa-og skrípaleikinn í leikskólanum við Austurvöll.
Í fyrramálið yfirgefum við skerið og höldum í skíðaferð til Ítalíu. Verðum í Madonna di Campiglio, þeim ágæta skíðabæ, en þar höfum við verið einu sinni áður, fyrir nokkrum árum. Kannski ég reyni að blogga aðeins í ferðinni ef einhver skyldi hafa áhuga á að heyra frá okkur. Ég verð þarna í tvær vikur en Jónína og ferðafélagar okkar í eina viku.
En úr því að ég er byrjaður að skrifa ætla ég þó að nefna eitt atriði sem mér finnst áberandi í fréttum þessa dagana, en það er umfjöllun um gjaldþrota fyrirtæki. Það er eins og fréttamenn forðist að nota þetta ágæta orð "gjaldþrot" en þess í stað er talað um að fyrirtæki séu komin í þrot, leitað sé að nýjum eigendum, eiginfjárstaða sé neikvæð og fleira í þeim dúr. Og lögum samkvæmt er bannað að reka félag sem er með neikvæða eiginfjárstöðu - en það er annað mál. Gott dæmi er Árvakur hf., útgáfufélag Moggans, en þar er talað um að leitað sé að nýjum eigendum og fjárfestum gefinn kostur á að bjóða í herlegheitin. Staðreyndin er auðvitað sú að hlutafélagið Árvakur er gjaldþrota, skuldir eru meiri en eignir og félagið var komið í greiðsluþrot þegar viðskiptabanki þess ákvað að halda því á floti um sinn meðan reynt væri að selja eignir búsins. Það liggur ljóst fyrir að nýjir aðilar eru að gera tilboð í eignir og rekstur félagsins en ekki í hlutafélagið Árvakur, enda er það svo skuldsett að það á sér ekki viðreisnar von og lánardrottnar munu þurfa að afskrifa hluta skuldanna. Því miður eru fjölmörg önnur félög í svipaðir stöðu og við blasir ekkert nema gjaldþrot.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.1.2009 | 01:25
Aconcagua
Kaeru vinir og fjolskylda,
Tha er thessu aevintyri ad ljuka, buid ad vera frabearlega gaman tho ad vid hofum ekki nad toppnum. Tilraunin er oft meiri sigur en sjalfur sigurinn. Sjaid nanari lysingu a www.aconcagua.blog.is en thar ma sja lysingu a thvi sem skedi a hverjum degi. Erum nu i Mendoza, frabaerri borg her vid raetur fjallanna, og eg gaeti vel hugsad mer ad koma hingad aftur. Allt mjog afslappad og hiti um 32 gradur, mikid lif og fjor. Forum a morgun til Buenos Aires og thadan annad kvold til NY og komum heim a fostudagsmorgun
Bestu kvedjur
BR
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)