Nýr bloggari

Mér datt í hug að þetta gæti verið góð leið til að láta fólk fylgjast með mér í fyrirhuguðu ferðalagi.  Ég er nefnilega búinn að senda jeppann með Eimskip til Rotterdam og flýg sjálfur út þriðjudaginn 22.1. og sæki bílinn og keyri niður í Dolomítana, þar sem ég verð á skíðum næstu vikurnar.  Bíllinn er fullur af skíðadóti, bæði mínu og konunnar, en hún kemur seinna ásamt vinum okkar og verðum við þá í Selva, Val Gardena.

 En ég byrja á að fara á sunnudaginn 27.1. í keppni í skíðagöngu, Marcialonga - gangan langa, sem er 70 km.

Látum þetta duga í dag.

BR


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf gaman af ferðasögum,ertu nokkuð að fara í svipað ævintýri einsog bræðurnir sem fóru kringum hnöttin á síðasta ári?reyndar fóru þeir á mótorhjólum.Á hvernig fáki farið þið í þetta ferðalag,er bílinn eitthvað breyttur?Óska ykkur alls hins heilla á ferðalaginu.

jensen (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 22:30

2 Smámynd: Bragi Ragnarsson

Takk fyrir kveðjuna.  Nei, þetta verður ekkert svoleiðis ævintýri og í raun ekki mikil keyrsla.  Fákurinn er Nissan Patról, nýlegur, lítið breyttur á 35"  og rosalega flott að geta haft allt dótið með sér í svona langan tíma.  Gönguskíði, svigskíði, úrval af skóm og skíðafötum, bæði fyrir mig og konuna. Verð í Dolomítunum í N-Ítalíu lengst af en keyri til Svíþjóðar í lok febrúar og tek þátt í VASA skíðagöngukeppninni 2. mars - 90 km.  Eftir það fer bíllinn svo um borð hjá Eimskip í Fredrikstad og ég flýg heim frá OSLO.

BR

Bragi Ragnarsson, 21.1.2008 kl. 10:16

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég hlakka til að fylgjast með ferðasögunni. Góða ferð og njótið!

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.1.2008 kl. 10:35

4 identicon

Velkomin á bloggið Bragi.

Gaman þegar menn geta gert eitthvað aðeins meira en það sem hið daglega amstur bíður upp á.

Vantar ekki ljósmyndara með í ferðina :)

Kjartan Sigurðsson (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 11:57

5 Smámynd: Bragi Ragnarsson

Það væri nú ekki amalegt að hafa ljósmyndara, tæknimann, fisflugmann og allt hitt með í ferðinni.  En ég reyni að vera duglegur að taka myndir, ekki vantar mótívin i Dólómítunum

Bragi Ragnarsson, 21.1.2008 kl. 12:07

6 Smámynd: Ása Björk Snorradóttir

Hæ Bragi velkominn á bloggið!! ooooooog ég verð að segja að ég skellti upp öfundarauga þegar ég las um væntanlegt ferðalag  Það verður gaman að fá að fylgjast með! Góða ferð og gangi þér vel.  kveðja Ása Björk

Ása Björk Snorradóttir, 21.1.2008 kl. 16:31

7 Smámynd: Bragi Ragnarsson

Hæ Ása Björk, ég er ægilega upp með mér að fá bæði þig og Láru Hönnu sem blogg vini.  Læt heyra frá mér.

Bragi Ragnarsson, 21.1.2008 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband