Kominn til fyrirheitna landsins

Það var klukkutíma seinkun á vélinni til Amsterdam í gærmorgun og stóð því mjög glöggt hvort ég næði bílnum út í gær.  En það gekk á síðustu mínútu, eftir að ég hljóp í gegnum Schiphol og beint í lestina og svo taxa frá Rotterdam central niður á höfn.  Keyrði í inn í mitt Þýskaland í gærkvöld, gisti á einhverju trukkahóteli við autobanann - sem var reyndar ágætt og skítbillegt - og hélt svo áfram í morgun og var kominn hingað á áfangastað um kl. 6.  Þetta er smáþorp, Bellemonte, sem ég fann hvorki á korti né á GPSinu, en rambaði nú samt á það.  Er hér á ágætu 3* hóteli og er nú búinn að borða á mig gat að hætti Ítala. 

Vegalengdin sem ég er búinn að aka er um 1050 km, að mestu á hraðbrautum.  En vegirnir hér uppi í fjöllunum eru stórkostlegir, hlykkjóttir og svo mjóir að varla er hægt að mæta. 

 Veðrið hefur verið frábært, sól og blíða alla leiðina, hiti hér uppi í fjöllunum er að deginum -3-4 ° en fer niður í 10 - 12 í nótt.  Snjór byrjar að sjást í um 1000 metra hæð og þegar komið er upp í um 1500 metra er mikill snjór og mikil gleða hjá fjallabúum og gestum þeirra með það.   Fjöllin eru óskaplega falleg við þessar aðstæður, sól og snjór, þorpin kúra í dalverpum eða utan í fjöllunum, húsin öll byggð í þessum traditional stíl, hvort sem þau eru ný eða gömul.  Sennilega ekki mikið verið að rífast um arkitektúrinn eða skipulagið hér.

Veðurspáin er góð fyrir næstu dag.  Ég ætla að keyra hér um og kynna mér nágrennið næstu daga, fara í langa göngutúra og búa mig undir átökin á sunnudaginn.

Læt þetta duga í bili.

BR

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ pabbi! Gaman að fylgjast með þér, gott að ferðin gengur vel og að veðurspáin sé góð. Það verður gaman að sjá myndir af þessu fallega þorpi. Gangi þér vel áfram!

Kveðja úr Ljósheimunum.

Biddý (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 15:26

2 identicon

Nú klukkan 23:00 snjóar sem aldrei fyrr í Reykjavík, er kannski verið að sækja vatnið yfir lækinn  En þetta er auðvitað mælt af einskærri öfund, bara svo það sé á hreinu.

Hörður Bragason (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband