Fréttir úr Dólómítunum

Nú lágu danir í því!  Síðustu þrjár bloggfærslur virðast hafa glatast, bara gufað upp.  Búinn að kann þetta hjá umsjónarmönnum MBL bloggsins og þeir hafa engar skýringar, ég virðist hafa gert allt rétt, ýtt á hnappinn „vista og birta“ Ég var búinn að segja ykkur margt fróðlegt og merkilegt.  T.d. af þessu svæði hér í S-Tyrol, en sýslan heitir Trentino, sem skiptist í Bolzano í norðri og Trento í suðri.  Bolzano liggur að Austurísku landamærunum og var þetta svæði áður hluti af austuríska keisaradæminu.  Flest staðanöfn eru bæði á þýsku og ítölsku og flestir tala einhverja þýsku.  En í Trento er allt orðið ítalskara og ekki gefið að fólk tali þýsku, að ekki sé talað um ensku.  Minnihlutahópur talar lókal mál, Ladins.  Áður fyrr voru fjallaþorpin mjög einangruð, þau eru niðri í dölunum í 1000 til 1500 metra hæð en fjöllin rísa upp í yfir 3000 metra.  Til að komast milli dala þarf að fara yfir fjallaskörð sem eru gjarnan í 2000 til 2500 metrum..   En Tentino er um 13.000 km2 og þar búa tæplega 1milljón manns, ég held að flestir lifi með einum eða öðrum hætti á túrisma og sýnist lifistandard vera býsna hár. Síðustu daga hef ég dvalið í litlu þorpi í Trento sem heitir Bellamonte – Fögrufjöll – og ber nafn með rentu.  Í gær tók ég svo þátt í skíðagöngukeppninni Marcialonga – gangan langa – 70 km og gekk mér ágætlega, var innan við 7 tíma, sem að var stefnt.  Það var mjög gaman að þessu, brautin liggur gegnum fjölmörg þorp og fólk var meðfram allri brautinni og hvatti göngumenn til dáða.  Allir hrópuðu „bravi, bravi“ sem hljómar eins og nafnið mitt, enda tók ég þetta allt til mín.  Hiti var reyndar allt of mikill, 6 – 8 stig yfir miðjan daginn og færið erfitt. Í dag færði ég mig svo yfir til staðar sem heitir Seis am Schlern, keyrði í gegnum Val Gardena, þar sem fjöldi íslendinga fer á skíði ár hvert.   Hringdi í Einar Sigfússon, sem ásamt sinni ágætu eiginkonu Önnu, hefur verið hér fararstjóri á vegum Úrvals-Útsýn árum saman.  Við stefnum að því að hittast eitthvert kvöldið á snæða saman.  Næstu daga ætla ég að vera á gönguskíðum uppi á hásléttunni Alpe di Siusi, sem er stærsta háslétta í Ölpunum og sögð vera paradís gönguskíðafólks.  Héðan úr þorpinu er gondóll upp á sléttuna, en takmarkanir eru á að keyra þangað upp og ekki mörg hótel þar uppi.Það hefur verið óvanalega hlýtt og vor í lofti, dásamlegt veður en kannski einum of hlýtt fyrir skíðamenn sem vilja fá vetrarfæri.  Fróðlegt að fylgjast með óhemjuganginum í veðrinu heima – og hægt að njóta þessara frábæru aðstæðna enn betur fyrir vikið.Vona þetta skili sér inn á bloggið.BR

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Gaman að fylgjast með þér, Bragi. Þú ert náttúrulega engum líkur! Ertu nokkuð nálægt Lugano í ítölsku Sviss? Baddnið mitt er þar í skóla núna. Ég var að tala við hann í dag og það er 20 stiga hiti hjá honum.

Ef þú ætlar að segja okkur margt fróðlegt og merkilegt áfram legg ég til að þú skrifir það í Word og vistir strax og afritir það síðan yfir á bloggið. Ef eitthvað týnist í meðförum þess áttu pistilinn í Word-skjalinu.

Gangi þér allt í haginn og keyrðu varlega!

Lára Hanna Einarsdóttir, 28.1.2008 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband