10.02.08

Í gærmorgun flutti ég frá Hotel Seiserhof í Seis am Schlern yfir til Hotel Continental í Selva, Valgardena, þar sem við ætlum að vera á svigskíðunum næstu viku.  Fór e.h. fyrir Úrval Útsýn með tvær rútur frá Selva til Brescia og fluttum svo fólk sem var að koma til Brescia upp til Selva í þessum sömu tveim rútum.   Allt gekk vel og flug voru nokkurn vegin á áætlun, þrátt fyrir óveður á Íslandi.  Aksturstíminn milli Selva og Brescia er um 3 klst., og var eitt pissu (eða pizzu-) stopp á leiðinni.  Vorum ekki komin til baka til Selva fyrr en um kl. eitt eftir miðnætti.  Meðal komufarþega var mín elskulega eiginkona og ágætu vinir Trausti Ingólfsson og kona hans Kristín.  Auk þeirra margir kunningjar og ættingjar sem gaman var að hitta. Við skíðuðum í dag í frábæru veðri yfir til Edelweiss, sem er fallegur og sólríkur dalur hér í nágrenninu.  Veðrið eins og best getur orðið, talsvert frost um nætur en þægilegt hitastig að deginum og mjög gott skíðafæri.  Hótel Continental er mjög flott og þar erum við í fjórréttuðum dinner á kvöldin.  Er gjörsamlega að springa núna og ætla að fara að sofa.  Þar sem konan verður hér þessa viku vil ég engu lofa um hvað ég verð duglegur að blogga næstu viku.BR

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband