12.2.2008 | 18:03
MARMOLADA - 12.02.08
Í dag, þriðjudag, fórum við svokallaðan Sella Ronda hring, þar sem við ferðumst talsverða vegalengd, alltaf með nýjum lyftum inn á ný svæði og þar er hægt að taka ýmsa útúrdúra og reyna nýjar brekkur. Þegar komið var til Arabba, sem er ca. á miðjum hringnum, var ákveðið að Jónína og Kristín myndu halda áfram Sella Ronda hringinn en við Trausti fórum í mjög skemmtilegan og krefjandi útúrdúr, upp á Marmolada jökulinn, í um 3.300 metra hæð. Til að komast þarna upp er farið í nokkrar lyftur og svo í 3 kláfa, hvorn á eftir öðrum, sem taka um 80 manns hver. Þessir kláfar eru ótrúleg mannvirki og hugvitsamlega útfærð. Fallhæðin niður í dalinn er um 2000 metrar. Fórum svo inn á Sella Ronda hringinn aftur og vorum komnir heim á hótel um kl. 17. Ekki mikill tími fyrir hádegismat, fengum samloku um kl. 15 og náðum svo einum grappa í lokin.Enn er póstkortaveður, ekki ský á himni, hitastig rétt undir frostmarki og ekki hreyfir vind. Og færið frábært.BR
Athugasemdir
Æ hvað ég öfunda ykkur, var þarna frá 17. janúar í viku. Meiri háttar yndislegt.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.2.2008 kl. 18:22
Æ hvað er nú gaman að geta fylgst með ferðum ykkar. Ég, greinilega eins og fleiri, er hér heima í éljunum græn af öfund.
Bið að heilsa öllum.
Kveðja
Erla
Erla (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 19:51
Heill og sæll
Þetta er ein samfelld sæla og ekki séð fyrir endann á henni. Maður sýpur hveljur að sjá þessar dásamlegu myndir af skíðasporum. Ekki hægt að biðja um meira.
Sjáumst í Vasagöngunni
Skarphéðinn P. Óskarsson (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 23:17
Gaman að fylgjast með, Bragi... þú ert fjári duglegur að skrifa. Getið þið ekki pakkað þessu veðri niður og komið með það heim? Mikið væri gott að hafa sól, snjó og logn í smátíma að minnsta kosti.
Njótið...
Lára Hanna Einarsdóttir, 12.2.2008 kl. 23:20
Hæ pabbi, gaman að fylgjast með ykkur, guð ég verð lofthrædd af því að lesa þessar lýsingar, farið varlega!
Kveðja úr Ljósheimunum!
Biddý (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.