Vorið er komið og grundirnar gróa........

24.02.08

Skrítið að vera á skíðum við þessar aðstæður! 

Ég heyrði í fréttum hér í útvarpinu að það hefði verið slegið hitamet víða í Austurríki í dag, hitinn fór t.d. yfir 20 stig í Innsbruck, sem er met í febrúar.  Ég var mættur í brekkurnar fyrir kl. 9 og skíðaði við frábærar aðstæður til hádegis, valdi mér brekkur undan sólu og fór ekki niðurfyrir 2000 metra og þá var þetta í fínu lagi.  En eftir hádegi var hitinn orðinn of mikill og færið slæmt, ekkert að gera nema sitja á útibörunum og njóta blíðunnar JÞorpin hér í Zillertal eru flest í um 600 metra hæð og úr þeim ganga kláfar eða gondólar upp í fjöllin.  Snjór er ekki að ráði nema ofan við 1500 metra hæð og því þarf að taka kláf niður úr fjallinu í lok dags.   Þetta er ólíkt því sem við eigum að venjast í Dólómítunum og víðar, þar sem þorpin eru mjög hátt og hægt að skíða heim á hótel.En aðeins um álmál.  Ég sá grein í Herald Tribune um daginn þar sem verið var að fjalla um samrunapælingar álfyrirtækja, sem ættu að vekja áhuga okkar.  Ef ég man rétt voru fréttir um það í haust að námufyrirtækið Rio Tinto, einhver alræmdasti umhverfissóði í bransanum, hefði keypt kanadíska álfyrirtækið Alcoa, sem á verksmiðjuna í Straumsvík.  En þessi frétt í HT var um það að Kínverski álrisinn Chinalco (þetta nafn minnir mig á vinsælan gosdrykk á mínum ungdómsárum sem var líka nothæfur í bland) og samstarfsfyrirtæki þeirra Alcoa, hefðu keypt nokkuð stóran hlut í Rio Tinto og væru jafnvel að spá í yfirtöku á RT.   Ef þetta gengur eftir lenda semsagt bæði Alcan og Alcoa í einni sæng!  En sjálfsagt skiptir þetta engu máli, það voru einhverjar pælingar í fyrra um að Rússneski álrisinn (Rusal eða hvað hann heitir) ætlaði að kaupa Alcan, Það breytir örugglega engu fyrir okkur hvort Rússar, Kínverjar eða Ameríkanar eiga þessar fabrikkur, þeir kaupa bara landið eins og það leggur sig ef við erum eitthvað að derra okkur!   Getum við ekki valið okkur einhverja huggulegri partnera í stóriðjuverkefnin?BR

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband