Það gefur á bátinn.....

27.02.08Skrifa þetta um borð í Kaupmannahöfn – Osló ferjunni, að kvöldi dags.  Keyrði í gær frá Zillertal í Austurríki til Lübeck og var kominn þangað fyrir háttatíma, eftir um 9 klst akstur.  Fór þar inn á fyrsta hótel sem ég sá, ETAP, en það er keðja með yfir 300 budget hótelum í Evrópu.  Borgaði EUR 39.50 fyrir rúmgott herbergi með baði, fínni sturtu og þokkalegum morgunverði!  Allt mjög basic en góðu lagi ef maður ætlar bara að sofa eina nótt.  IKR 4.000.-!  Þetta vantar okkur heima,  conceptið er einfalt og allur kostnaður í lágmarki, en allt hreint og virkar vel.   Það var erfitt að yfirgefa vorið þarna suðurfrá, en eftir því sem norðar dró þykknaði upp og fór að rigna og hitastigið lækkaði.  Í Köben var 5 stiga hiti, rigning og svo mikið rok að víða mátti sjá fólk gangandi með hjólin sín.   Ótrúlegt að sjá hvað búið er að byggja upp á hafnarsvæðinu í Köben, þar er búið að gjörbreyta öllu – nema Nýhöfninni auðvitað -  og nýjar og glæsilegar byggingar þar sem áður voru vöruskemmur.   Eina umdeilda byggingin virðist vera nýja óperuhúsið sem hann gamli Mærsk rausnaðist til að gefa borginni.  Og sem við siglum út úr höfninni förum við gegnum vindmilliskóg sem vex upp úr sjónum.  Var einhver að tala um sjónmengun? En áfangastaður nú er Sälen í Svíþjóð, þar sem Vasagangan byrjar á sunnudaginn.  Helgi vinur minn Ingólfsson, sem er einn af yfirmönnum hjá DFDS, benti mér á að þetta væri sniðugur leikur, sparaði mér hótelherbergi á leiðinni og heilmikinn akstur.  Frá Osló er ekki nema um 3 klst akstur til Sälen.Ferjan er mikið og glæsilegt skip, enda eins gott því það er hífandi vestan rok og má búast við vondu sjólagi í nótt.  Hér er allskonar þjónusta í boði, fjölbreyttir matsölustaðir, barir, diskótek, næturklúbbar,bíó og verslanir, auk allskonar afþreyingar fyrir krakka.   Og auðvitað er hér internet- og símasamband.BR

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þú ert lukkunnar pamfíll, Bragi! Hafði gaman af fyrirsögn síðustu færslunnar "Vorið er komið og grundirnar gróa..."! Ekki hér heima samt, en það er handan við hornið.

Tek undir þetta með budget-hótelið - vantar alveg hér.  Gangi þér vel í Vasa, þú dregur ekki af þér. Hvenær kemurðu svo heim?

Lára Hanna Einarsdóttir, 27.2.2008 kl. 16:48

2 Smámynd: Bragi Ragnarsson

Hæ Lára Hanna, vorið er nú ekki komið hér í Dölunum!  Ég fer með bílinn í skip í Fredrikstad á mánudaginn og flýg heim frá Ósló á þriðjudag.

Bestu kveðjur

BR

Bragi Ragnarsson, 28.2.2008 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband