Noregur

03.03.08Keyrði í morgun frá Sälen í Svíþjóð til Fredrikstad, um 100 km sunnan við Osló.  Ótrúleg breyting á ekki lengri  leið, ég fór úr miklu vetrarríki, 8 stiga frosti og miklum snjó, en hér við Oslófjörðinn er vorveður, 5 stiga hiti og þeir hafa ekki séð snjó hér í vetur.  Búinn að afhenda bílinn til afgreiðslu Eimskips í Fredrikstad og sit nú í lestinni á leið til Osló.  Frábær samgöngutæki þessar lestir, þetta er eins og að vera á business class í flugi, nóg pláss og hægt að láta fara vel um sig.Það er fallegt við Oslófjörðinn, þennan langa og vogskorna fjörð og reyndar finnst mér Noregur afskaplega fallegt land með fjölbreytilegu landslagi og veðurfari.   Var einu sinni í Hammerfest um miðjan maí og þar var enn mikill vetur, snjór og frost en sumarveður syðst.  Þetta langa og mjóa land hefur mótað íbúana og skapað mikla fjölbreytni í menningu og lífsviðhorfum.  Hér liggja rætur okkar og gaman að velta fyrir sér af hverju forfeður okkar yfirgáfu þetta gjöfula land.  En ástæðurnar eru svo sem þekktar, þeir vildu viðhalda sjálfstæði sínu og voru að flýja ráðríki og yfirgang Haraldar Hárfagra en auk þess er talið að skortur hafi verið á jarðnæði og þeir verið að skapa sér meira olnbogarými.  Kannski hefur einhver ævintýramennska líka ráðið ferðinni.    En ég aðhyllist þá kenningu að þeir sem fóru hafi verið þeir framtakssömu, kannski áhættufíklar og ævintýramenn og þeir hafi sett sitt mark á íslenska þjóð og gera enn.                                                                                                                                                                                                                                                                                                                   Ragnar sonur minn, sem býr í Madrid, er á leið til Osló og við hittumst þar á eftir og borðum saman.   Hann flýgur svo til baka eftir hádegi á morgun, en ég kem heim. BR

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband