Home sweet home

04.03.08 Er í flugvélinni á leið heim frá Osló, eftir 6 góðar vikur á skíðum og flakki um nokkur helstu skíðasvæði Evrópu.   Stundum er sagt að það besta við ferðalög sé undirbúningurinn og heimkoman.  Dálítið til í því og mig hlakkar svo sannarlega til að koma heim, hitta fjölskyldu og vini, en ég vil bæta við þessa skilgreiningu að góð ferðalög skilja eftir góðar minningar og reynslu, víkka sjóndeildarhringinn og innsýn í menningu sem er önnur en okkar sérstæða íslenska menning.   Ég tek undir það sem Raggi sonur minn sagði í gærkvöld að það er nauðsynlegt að ferðast og maður sem ekki hefur löngun til að ferðast og kynnast menningu og staðháttum í öðrum löndum er eitthvað farinn að daprast, sbr. málsháttinn „heimskt er heimaalið barn“ Og nú er hægt að fara að velta fyrir sér hvert skal halda næst, það eru margir staðir á óskalistanum og hægt að skemmta sér við pælingar, skipulagningu og undirbúning.   Ég byrjaði nú á þessu bloggi til að auðvelda fjölskyldu og vinum að fylgjast með ferðum mínum og nú þarf ég að ákveða hvort ég held þessu áfram.   Kannski ég geri það og breyti aðeins um stíl, ætli ég fari ekki bara að tjá mig um ýmis dægurmál og pólitík, rífa kjaft og kvarta yfir ýmsu sem betur má fara eða reyna bara að skrifa gáfulega pistla um allt og ekkert – svona rétt eins og allir hinir bloggararnir.  En það kemur bara í ljós.Jónína benti mér á gestabókina, sem ég hafi ekki veitt eftirtekt.  Þar sá ég nokkrar kveðjur sem mér þótt vænt um að sjá og þakka þær hér með.Bestu kveðjur til bloggvinanna og allra hinna sem hafa kíkt á þetta.BR

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Borte bra,men hjemme best. Velkommen hjem.
Hilsen

Heidi Strand, 6.3.2008 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband