18.3.2008 | 09:36
Hvenær verða menn gamlir?
Er ekki svarið að þú ert orðinn gamall þegar þér finnst þú vera gamall?
Var að lesa athyglisverða grein í NY Times um líkamlega hæfni og getu manna þegar þeir eldast. Þar kom fram að hjá flestum er þetta frekar spurning um rétt hugarfar en líkamlega getu. Hægt er að halda sér í fínu formi fram eftir öllum aldri og líkamleg geta fer ekki að hægja verulega á sér fyrr en eftir 75 ára aldur. Helstu ástæður þess eru að það hægir á hjartslætti með aldri, um það bil 7 - 8 slög á hverjum tíu árum og það hefur þau áhrif að það flytur minna blóð og þar með súrefni og einnig minnkar hæfni lungnanna til súrefnisupptöku.
En vandamálið er fyrst og fremst huglægt og liggur í því að eftir því sem fólk eldist dregur það úr hreyfingu og líkamsrækt, oft vegna þess að það sér að árangur verður lakari en áður og þar með vantar örvun. En það er í góðu lagi að þjálfa vel og oft þó menn eldist, best að taka vel á og alveg uppundir mjólkursýruþröskuld, alveg eins og þegar menn voru yngri. Og það er hægt að byrja seint, í þessari grein voru nokkur dæmi um fólk sem hafði ekki byrjað að æfa, t.d. langhlaup, fyrr en á sjötugsaldri og hafð náð góðum árangri.
Og þarna sá ég auglýsingu um nýja aðferð til að grenna sig. Ég held að það sem þarna er sett fram sé hárrétt, engir megrunarkúrar, engar æfingar, ekki forðast kolvetni, bara rétt mataræði og borða 6 sinnum á dag! Ég þarf ekki á þessu að halda en þeir sem vilja kynna sér málið ættu að kíkja á www.fatloss4idiots.com
Athugasemdir
Ég held að maður er eins gamall eins og honum finnst hann vera þrátt fyrir aldur. Andlegan líðan skipti miklu máli.
Það er betra fyrir brennsluna að borða oft og litið í einu.
Nákomin ættingi mín lettist með yfir 50 kíló á einu ári með lífsstílsbreytingu.
Heidi Strand, 20.3.2008 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.