25.3.2008 | 09:26
Fávísir fjölmiðlamenn
Ég hlustaði með öðru eyranu á spurningakeppni fjölmiðlanna sem var á Rás 2 um páskana. Mér blöskraði að heyra svör við spurningu um þorskkvóta á yfirstandandi fiskveiðiári. Annað liðið giskaði á að kvótinn væri 50 þúsund tonn og hitt liðið að hann væri 250 þús. Það rétta er að hann var ákveðinn 130 þúsund tonn en var 193 þús tonn á síðasta kvótaári. Skerðingin er því 63 þús tonn og þegar haft er í huga að talið er að hver 10 þús tonn skapa um 3 milljarða í útflutningstekjur þýðir þessi skerðing að útflutningstekjur minnka um tæpa 20 milljarða. Þetta hefði nú einhverntíma þótt fréttnæmt! Eða er þetta bara dæmigert um áhuga almennings á okkar undirstöðu atvinnugrein? Nógu margir virðast hinsvegar alltaf tilbúnir til að rífa kjaft og krítisera fiskveiðistjórnarkerfið, ráðgjöfina frá Hafró og allt í kringum þetta, án þess að vera með neinar raunhæfar tillögur til úrbóta.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.