Ótrúlegt veðurfar - og Urriðafoss

Var með hóp af skólafólki austur í Mýrdal í gær og fyrradag.  Í fyrrinótt gerði óveður með mikilli ofankomu og var ekki ferðaveður um tíma í gærmorgun.  Þjóðveginum var haldið opnum en engin leið að komast niður í Reynisfjöru né út í Dyrhólaey.  Í samráði við Benna var afráðið að blása af ferð á Mýrdalsjökul og við héldum í vesturátt og stefndum á Byggðasafnið að Skógum.  Ferðin þessa fáu kílómetra sóttist seint, þæfingur á veginum og skyggni ekkert.  En við Jökulsá á Sólheimasandi skipti allt í einu algjörlega um; heiður himinn og sólskin og enginn snjór í byggð, vegurinn þurr og auður og hafði ekki einu sinni rignt!  Þetta var eins og galdur.  Og þannig hélst þetta meðan við vorum í Skógasafni, sá gamli lék við hvern sinn fingur og sjá mátti kólgubakkann nokkrum kílómetrum austar.

Á heimleiðinni litum við á Urriðafoss, sem var rosalega flottur, sjá meðfylgjandi mynd.  Þessi fallegi foss sýnir að stærðin skiptir ekki máli, hann er með þeim flottari!  Í guðanna bænum Landsvirkjunarmenn, látið hann í friði.

Urriðaf apríl 2008 006


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Svona er þetta land okkar nú skemmtilegt veðurfarslega séð - meðal annars! Gaman að þessum sögum hjá þér, haltu þeim endilega áfram.

Tek undir orð þín til Landsvirkjunar!

Lára Hanna Einarsdóttir, 10.4.2008 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband