16.4.2008 | 12:16
Gjábakkavegur og Dettifossvegur
Í blaðinu 24 stundir í dag er grein eftir Jóhann Jónsson, bónda að Mjóanesi. Þar segir hann að mikill og óskiljanlegur áróður gegn þessum vegi virðist byggjast á miklum misskilningi. Í greininni rekur hann í hverju sá misskilningur er fólginn og gerir það á mannamáli, sem ætti að vera flestum skiljanlegur. Sem er meira en hægt er að segja um ýmislegt sem fram hefur komið gegn þessari þörfu og löngu tímabæru framkvæmd.
Dettifossvegur, þ.e. vegur meðfram Jökulsá að vestanverðu, virðist vera í svipaðri stöðu. Þar hafa heimamenn endalaust rifist um hvar þessi vegur ætti að liggja og með þvi tafið framkvæmdir árum saman, en fjárveitingar hafa lengi legið fyrir. Núverandi slóði er illfær þá fáu mánuði sem hann er opinn og nýr heilsársvegur er óskaplega mikilvægur fyrir ferðaþjónstuna.
Ég tel mig náttúruverndarsinna og er almennt ekki hlynntur vegalagningu í óbyggðum. En þessi vegagerð sem hér um ræðir þurfa að komast til framkvæmda án frekari tafa. Núverandi ástand er öllum Íslendingum til skammar, auk þess kostnaðar og óþæginda sem rekstraraðilar og ferðafólk verður fyrir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.