7.7.2008 | 11:33
Gönguferš um Hengladali
Fór ķ mjög skemmtilega gönguferš ķ gęr meš nokkrum frįbęrum konum. Gengum śr Sleggjubeinsskarši, um Hengladali, mešfram Ölkelduhnśk, nišur Reykjadal ķ Hveragerši. Og fórum aušvitaš ķ baš ķ Reykjadalsį.
Orkuveitan hefur lįtiš stika žessa leiš, sem er įgęt framkvęmd, en ekki er einfalt aš keyra aš bķlastęšinu žar sem leišin liggur upp Sleggjubeinsskarš vegna žess aš žegar ekiš er framhjį stöšvarhśsi Hellisheišarvirkjunar er skilti sem segir aš žetta sé lokaš vinnusvęši og óviškomandi sé ekki heimilt aš aka lengra. Vęntanlega snśa ókunnugir frį, enda engar upplżsingar sżnilegar um hvert eigi aš fara.
Ekki viršist žessi fķna gönguleiš vera mikiš gengin og sįum viš ekki nokkurn mann fyrr en komiš var aš Ölkelduhnśk, en žar og viš Reykjadalsį var slęšingur af fólki.
Mér finnst ég hafi séš meira en įšur af kindum sem ekki hafa veriš rśnar, meš reyfistętlur hangandi į sér. Hef heyrt žį skżringu aš bęndum finnist ekki taka žvķ aš rżja žar sem ullarverš sé svo lįgt. Žetta er ljótt aš sjį og ég held aš žetta hljóti aš vera skepnunum til mikilla óžęginda og er aš sjįlfsögšu viškomandi bęndum til mikillar skammar. Žurfa dżraverndunarsamtök ekki aš lįta žetta til sķn taka?
BR
Athugasemdir
Sęll, skólabróšir. Merkilegt er žetta lķf. Žegar ég var yngri var ég nįnst hvenęr sem fęri gafst ķ einhverju fjallaflakki, en nś er ég alveg (nęrri alveg) hęttur žvķ. Lęt duga aš skreppa į sjó žegar ég hef stund og vešur leyfir. En žś ert alveg į bólakafi ķ žessu sé ég. Annars saknaši ég žess aš sjį žig ekki į 45 įra śtskriftarafmęlinu ķ fyrra. Žaš var góšur glešskapur og gaman aš hittast.
kv. gžg
Žorkell G. (IP-tala skrįš) 7.7.2008 kl. 11:54
Sęll félagi og takk fyrir kvešjuna. Ég vinn nokkuš stķft viš leišsögnina į sumrin og var einmitt upptekinn viš žaš ķ fyrra žegar 45 įra afmęliš okkar var. Sjįumst alla vega ķ 50 įra afmęlinu, fer aš styttast ķ žaš.
Bestu kvešjur į Krókinn
Bragi Ragnarsson, 7.7.2008 kl. 17:10
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.