16.9.2008 | 14:36
Ný ísöld innan skamms?
Hlutstaði á athyglisverðan fyrirlestur í Norræna Húsinu í síðustu viku þar sem sænskur prófessor hélt því fram að hlýnun jarðar væri ekki nema að óverulegu leyti af mannavöldum og að allar líkur bentu til þess að ný ísöld væri á næsta leyti.
Hann var mjög sannfærandi og setti fram ýmis rök máli sínu til stuðnings og það helst að breytileg útgeislun sólarinnar væri helsti orsakavaldur breytilegs veðurfars á jörðinni. Það væri orsök hlýnandi veðurfars á liðinni öld og þar með hækkandi hitastigs sjávar, sem væri helsta ástæða aukinnar losunnar koltvísýrings og gróðurhúsaáhrifa.
Jafnframt færði hann rök fyrir því að útgeislun sólar færi nú minnkandi og þegar væru merki um það með kólnandi veðurfari. Liklega myndi þessi þróun myndi halda áfram og ný mini-ísöld yrði skollin á okkur um 2030.
Þetta eru svo sem ekki nýjar upplýsingar og má finna endalausar greinar á veraldarvefnum um svipað efni og fróðlegt að kynna sér málið nánar.
En einhverra hluta vegna heyrist ekki hátt í þessum spámönnum, t.d. hef ég ekki séð neina umfjöllun í fjölmiðlum um þennan fyrirlestur.
Athugasemdir
Sæll, Sjáðu þetta, og þetta
Rauða Ljónið, 16.9.2008 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.