Buenos aires

Ferðin til Buenos Aires gekk áfallalaust, vorum komin inn á hótel þar 24 klst eftir að við fórum að heiman í Reykjavík, um kl. 13 á fimmtudaginn. Þar hittum við Finn (Bragason) sem hefur verið hér í MBA námi síðustu 2 mánuðina og hefur verið okkar leiðsögumaður þessa daga og staðið sig með ágætum.Tölvumálin eru ekki í fullkomnu lagi, höfum ekki komist inn á mbl.is og þar af leiðandi ekki getað bloggað en gerum þetta nú í framhjáhlaupi og vonandi stendur það til bóta.

Borgin er mjög skemmtileg og fjölbreytt, aðeins kaótísk en þó skipulögð að vissu marki og býðurCIMG3259 uppá allt sem stórborgir hafa upp á að bjóða og gott betur. Hún er á 36. gráðu suðlægrar breiddar og 60. gráðu vestur, sem þýðir að veðurfar er frábært, kannski svipað og í Madrid og við komum hér inn í vorið þar sem allt er í fullum blóma og þokkalegt hitastig, svona 20 -25 gráður að deginum. Sól kemur upp í austri og sest í vestri, eins og lög gera ráð fyrir, en við höfðum talsvert fyrir því að átta okkur á hvar hún stæði um hádegisbil, þ.e. hvort hún væri þá í norðri eða suðri. En auðvitað er hún í norðri um hádegið hér sunnan við miðbaug og í dag var nokkuð kaldur sunnan andvari sem blés á okkur, beint frá suðurpólnum.

CIMG3260Argentína er þekkt fyrir Evitu, Tangó og knattspyrnu, og þá sérstaklega fótboltahetjuna Maradonna, sem reyndar hefur átt í erfiðleikum undanfarið vegna óreglu og eiturlyfjanotkunar. Við rákumst á kappann fyrir tilviljun í einu þekktasta tangósvæði borgarinnar og tókum hann auðvitað tali og smelltum af honum mynd í okkar góða félagskap, sem fylgir hér með. Á henni má sjá Sigfús, Finn og Braga, ásamt goðinu Maradonna, en hann virtist allsgáður og við bestu heilsu.

Argentína átti í miklum fjárhagslegum vandamálum fyrir nokkrum árum og þurfti þá að leita á náðir IMF og nú virðast þeir aftur litlu betur settir en við í þeim efnum. Það er því ágætt að vera Íslendingur hér núna því þegar þeir heyra að við séum frá Íslandi votta þeir okkur einlæga samúð og eru tilbúnir til að veita okkur bestu kjör og afslætti af því sem keypt er. En við höfum lifið hér mjög sparlega og borðum nánast eingöngu nautalundir, sem er það ódýrasta sem hægt er að fá.

Fljúgum á morgun, þriðjudag, til Iguazu Falls og komum síðan til baka til Buenos Aires á fimmtudag. Förum síðan á laugardaginn til La Paz í Bólivíu.Við Jónína, ásamt ferðafélögum okkar þeim Steingerði og Sigfúsi, erum í feiknastuði og biðjum fyrir bestu kveðjur á klakann.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ - Gaman að fylgjast með ferðalaginu ykkar á blogginu

Gangi ykkur sem allrabest í s-Ameríku.

 Kveðja frá Íslandi

Inga systir (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 09:10

2 identicon

Halló, frábært að geta fylgst með ykkur svona. Ég á einmitt marga vini frá Suður-Ameríku og þetta er allt miklir höfðingjar og stórskemmtilegt fólk. Bið að heilsa. Góða ferð. Helga Soffía Steinkufrænka.

Helga Soffia Einarsdottir (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband