16.11.2008 | 21:06
Home Sweet Home......
Vorum komin heim um kl. 9 á föstudagsmorgun og sváfum til hádegis. Dásamlegt að komast í rúmið sitt aftur eftir harðar tjalddýnur eða alltof mjúk hótelrúm.
Ferðalagið á þessar framandi slóðir var frábært í alla staði, allt stóðst eins og stafur á bók og ekki hefði verið hægt að óska sér betri ferðafélaga en þeirra Sigfúsar og Steingerðar, skemmtilegir, þægilegir og jákvæðir á hverju sem gekk.
Mín beið verkefni sem ég hef verið að sinna um helgina, amerísk hjón með stálpaða stelpu, sem ég hef farið með um Reykjavík, Reykjanes og Gullhringinn. Ágætis fólk og vel búið sem naut þess að vera úti og ganga um á Þingvöllum og við Gullfoss og Geysi, þrátt fyrir slyddu og hálf leiðinlegt veður. Hver árstími á sínar góðu hliðar og það er ekki síður gott að njóta þess að vera úti á þessum einstöku stöðum að vetri til, þegar það er engin traffik og maður hefur staðina út af fyrir sig - ef maður er vel klæddur!
Athugasemdir
Velkominn heim öll sömul og gott að vita að allt gekk vel. Takk fyrir samveruna, ég hafði mjög gaman af henni.
kveðja Fjóla.
Fjóla Björnsdóttir, 17.11.2008 kl. 22:22
Sömuleiðis Fjóla, það var frábært að vera með þér í La Paz. Þessi sérstæða borg er eitt af því eftirminnilegasta úr ferðini - og er þá mikið sagt! Bestu kveðjur frá okkur öllum.
Bragi Ragnarsson, 18.11.2008 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.