31.12.2008 | 09:07
Flottir tónleikar
Fórum á tónleika í Fríkirkjunni í gærkvöld hjá Svavari Knúti og Árstíðunum. Í stuttu máli: alveg rosalega flott hjá báðum. Að mestu frábær frumsamin lög og textar og flutningurinn mjög góður, bæði söngurinn og hljóðfæraleikurinn.
Svavar Knútur syngur og spilar einn, bæði á píanó og gítar og gerir það mjög vel, bæði lög og textar sérlega fallegt og áheyrilegt. Árstíðirnar er tveir gítarar, einn baritóngítar og selló og þeir syngja allir og spila listavel, mjög mikið raddað og fallegar útsetningar.
Þetta hljómaði mjög vel í Fríkirkjunni, græjurnar ekki of hátt stilltar og stemmingin frábær. Sem betur fer mátti heyra að þessir menn ætla að halda áfram á þessari braut og ætla sér stóra hluti í framtíðinni.
Gleðilegt nýtt ár og farið nú varlega í kvöld.
Athugasemdir
Sæll Bragi.
Takk fyrir góðar kveðjur á síðunni minni. Mínar bestu óskir um gleðilega hátíð ykkur öllum til handa. Og góða ferð í fjallaklifrið.
bestu Kveðjur.
Fjóla Björnsdóttir, 31.12.2008 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.