Harður vetur

Í dag, 14.2. fór Jónína og hinir ferðafélagar okkar heim með flugi frá Verona.  Ég flutti mig hinsvegar um set, tók áætlunarbílinn frá Madonna til Dimaro, sem er lítið þorp nálægt skíðbænum Folgarida, en lyftukerfin í þessum skíðabæjum eru öll samtengd og skíðapassinn gildir á öllu svæðinu. Í Dimaro fékk ég ódýrt herbergi á „Garni“ hóteli, en það eru hótel sem bjóða bara gistingu og morgunmat og ágæt tilbreyting að „Þurfa“ ekki að fara í 4 réttaðan kvöldverð á hverju kvöldi, eins og verið hefur síðustu daga.   En þetta er nýtt hótel og mjög góð herbergi og allur aðbúnaður og fjöldi veitingastaða í nágrenninu.   Hótel og öll þjónusta er mun ódýrari á stöðum sem ekki eru alveg við lyfturnar eða ekki í þessum vel þekktu skíðabæjum.  Dimaro liggur í um 800 metra hæð og ég þarf að taka skíðastrætó upp í Folgarida, þar sem lyfturnar byrja, en ferðin tekur bara 11 mínútur, svo þetta er ekki mikið vandamál.  Og ég get geymt skíðin og skíðaskóna uppi við lyfturnar.  E n jafnvel hér í 800 metra hæð er mikill snjór og sagt að svona mikill snjór hafi ekki verið s.l. 50 ár.    Það hefur verið kalt og fallegt veður bæði í gær og í dag og frábært færi.  Í gær var – 18 stig í fjallinu og dálítill vindur og fann maður vel fyrir kuldanum, sérstaklega þegar vindur stóða á brekkuna og ferðin orðin mikil!.Þessi gömlu ítölsku þorp eru mörg mjög falleg og sérstök, þar sem gamlar hefðir og lífstíll blasir víða við.  Ekki er sjáanlegt að heimskreppan hafi haft hér mikil áhrif en þó er okkar tilfinning sú að heldur færra fólk sé nú á svæðinu en oft áður á þessum tíma.Set hér inn mynd sem sýnir vel snjóalögin og tilraunir til að hreinsa snjó af þökum húsanna.Snjórinn í Madonna

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband