Yfirlýsing um helgan stein

Nú eru þau tímamót í mínu lífi að ég er að verða löglegt gamalmenni og ætti samkvæmt því að setjast í helgan stein.  Ég var ekki alveg klár á hvað þessi helgi steinn er, hélt helst að þarna væri verið að vísa í legstein og fannst ekki tímabært að pæla í þannig steinum.  Þess vegna fletti ég upp í Íslenskri Orðabók og fann þar þessa skýringu á "setjast í helgan stein"  1) gerast einsetumaður  2) hætta veraldarvafstri (t.d. vegna aldurs). 

Ég hef því ákveðið að þrátt fyrir allt ætla ég ekki setjast í helgan stein við þessi tímamót.  Til þess eru eftirtaldar ástæður:

1.  Ég hef enga löngun til að gerast einsetumaður enda mjög lukkulegur í hjónabandinu

2.  Ég get ekki hugsað mér að hætta veraldarvafstri enda er það bæði skemmtilegt og nauðsynlegt 

3.  Ég hef ekki hugmynd um hvar ég finn helgan stein og veit þar að auki ekki hvernig vistin yrði í þannig steini

Ég ætla því að halda mínu striki enn um sinn, þrátt fyrir að aldurinn færist yfir mig.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju Bragi með að verða orðin löglegt gamalmenni, en það þýðir þó ekki að þú þurfir að hætta að hugsa og hreyfa þig, sennilega aldrei mikilvægara.

 Bestu Kveðjur.    OOO

Ólafur Örn (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 17:53

2 identicon

Til hamingju með afmælið pabbi minn

Biddý

Biddý & co (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 10:09

3 Smámynd: Fjóla Björnsdóttir

Blessaðu Bragi:

Til Hamingju með árin, hef nefninlega grun um  að þeim hafi verið vel lifað.  Þú ert er líka  yngri til hugs og handa en margir Þrítugir sem ég þekki.

Til Hamingju.

Fjóla Björnsdóttir, 5.3.2009 kl. 13:52

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Til hamingju með daginn, félagi Bragi - aftur og nýbúin! 

Ef einhver er ekki tilbúinn í helga steininn ert það þú, svona sprækur ungur maður. Haltu bara þínu striki öllum til ánægju.

Lára Hanna Einarsdóttir, 5.3.2009 kl. 21:24

5 Smámynd: Bragi Ragnarsson

Bestu þakkir fyrir kveðjurnar og sendi mínar bestu til baka, til Bóliviu og Bryndísar, Láru Hönnu og OOO sem var sérstaklega gaman að heyra frá eftir dálítið hlé.  Óli, áttir þú ekki afmæli nú í vikunni - hélt við værum báðir fiskar?

Bragi Ragnarsson, 5.3.2009 kl. 21:45

6 identicon

Til hamingju félagi Bragi, er ekki afstætt hvað er gamalt?

Ég kannast við einn sem eignaðist barn þegar hann var 74 ára :)

Þórunn (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 12:10

7 Smámynd: Bragi Ragnarsson

Það er alveg rétt, verulega afstætt.  Langa- langa- langa afi minn, Jósef Tómasson, sem var uppi snemma á 19. öld, var tvígiftur og átti 11 börn með hvorri konu og það síðasta þegar hann var 79 ára gamall.  Ég er ekki viss um að ég geti toppað það þegar þar að kemur en núna væri þetta leikur einn - ef ég kærði mig um!

Bragi Ragnarsson, 6.3.2009 kl. 23:13

8 Smámynd: Björn Birgisson

Til lukku með tímamótin frændi!

Björn Birgisson, 11.3.2009 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband