Færsluflokkur: Bloggar
28.1.2008 | 09:19
Bloggið óvirkt
Síðustu daga hefur eitthvað ólag verið á blogginu svo það sem Bragi hefur skrifað hefur ekki birst. En hann lauk Marcialonga skíðagöngukeppninni, sem eru 70 km. á 6 kls. 47 mín - þannig að hann var innan þess tíma sem hann ætlaði sér. Allt gekk vel og ágætt veður að mér skilst. Hann mun reyna að skrifa nánari lýsingu síðar.
Jónína
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.1.2008 | 20:02
Kominn til fyrirheitna landsins
Það var klukkutíma seinkun á vélinni til Amsterdam í gærmorgun og stóð því mjög glöggt hvort ég næði bílnum út í gær. En það gekk á síðustu mínútu, eftir að ég hljóp í gegnum Schiphol og beint í lestina og svo taxa frá Rotterdam central niður á höfn. Keyrði í inn í mitt Þýskaland í gærkvöld, gisti á einhverju trukkahóteli við autobanann - sem var reyndar ágætt og skítbillegt - og hélt svo áfram í morgun og var kominn hingað á áfangastað um kl. 6. Þetta er smáþorp, Bellemonte, sem ég fann hvorki á korti né á GPSinu, en rambaði nú samt á það. Er hér á ágætu 3* hóteli og er nú búinn að borða á mig gat að hætti Ítala.
Vegalengdin sem ég er búinn að aka er um 1050 km, að mestu á hraðbrautum. En vegirnir hér uppi í fjöllunum eru stórkostlegir, hlykkjóttir og svo mjóir að varla er hægt að mæta.
Veðrið hefur verið frábært, sól og blíða alla leiðina, hiti hér uppi í fjöllunum er að deginum -3-4 ° en fer niður í 10 - 12 í nótt. Snjór byrjar að sjást í um 1000 metra hæð og þegar komið er upp í um 1500 metra er mikill snjór og mikil gleða hjá fjallabúum og gestum þeirra með það. Fjöllin eru óskaplega falleg við þessar aðstæður, sól og snjór, þorpin kúra í dalverpum eða utan í fjöllunum, húsin öll byggð í þessum traditional stíl, hvort sem þau eru ný eða gömul. Sennilega ekki mikið verið að rífast um arkitektúrinn eða skipulagið hér.
Veðurspáin er góð fyrir næstu dag. Ég ætla að keyra hér um og kynna mér nágrennið næstu daga, fara í langa göngutúra og búa mig undir átökin á sunnudaginn.
Læt þetta duga í bili.
BR
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.1.2008 | 17:09
Óveður
Tek flugið í fyrramálið um kl. 8 - ef veður leyfir. Spáin er afleit, 20m/sek og grenjandi rigning í KEF kl. 6 í fyrramálið. Vonandi verður ekki seinkun því bílinn er tilbúinn í höfninni í Rotterdam en þangað verð ég að vera kominn fyrir kl. 15 til að ná honum í gegnum tollinn, annars þarf ég að bíða til næsta dags. Og það má ekkert fara útskeiðis til að ég nái þessu, lendi á Schiphol um kl. 12 og þarf þá að taka lest til Rotterdam sem tekur ca. 1 klst og svo leigubíl á hafnarbakkann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2008 | 22:05
Nýr bloggari
Mér datt í hug að þetta gæti verið góð leið til að láta fólk fylgjast með mér í fyrirhuguðu ferðalagi. Ég er nefnilega búinn að senda jeppann með Eimskip til Rotterdam og flýg sjálfur út þriðjudaginn 22.1. og sæki bílinn og keyri niður í Dolomítana, þar sem ég verð á skíðum næstu vikurnar. Bíllinn er fullur af skíðadóti, bæði mínu og konunnar, en hún kemur seinna ásamt vinum okkar og verðum við þá í Selva, Val Gardena.
En ég byrja á að fara á sunnudaginn 27.1. í keppni í skíðagöngu, Marcialonga - gangan langa, sem er 70 km.
Látum þetta duga í dag.
BR
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)